Miðasala á stórleik Fram og KR í Bestu deildinni sem fram fer í Safamýrinni miðvikudagskvöldið 20. apríl hefst í hádeginu á morgun laugardag.
Miðasalan fer fram í gegnum Stubb
Takmarkað magn miða verður í boði og því hvetjum við alla stuðningsmenn Fram til að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða.
Félagar í stuðningsmannaklúbbnum Framherjum sem vilja tryggja sér miða þurfa að senda tölvupóst á netfangið dadi@fram.is fyrir miðnætti á mánudag.
Í tölvupóstinum þarf að tilgreina eftirfarandi:
Nafn
Símanúmer
Félagsaðild í Framherjum (Brons, Silfur, Gull eða Demantur)
Fjölda miða sem óskað er eftir