Við bjóðum Delphin Tshiembe velkominn í Fram. Hann er nýjasta viðbótin við meistaraflokk karla í knattspyrnu. Delph eins og hann er kallaður er fæddur 1991 og getur bæði spilað sem miðvörður og varnarsinnaður miðjumaður.
Delph er veraldarvanur leikmaður og frá því að hann byrjaði ferilinn sinn í Kaupmannahöfn hefur hann spilað í Skotlandi með Hamilton Academical, í Færeyjum með HB Tórshavn og einnig með ýmsum liðum í Danmörku á borð við Horsens og Vendsyssel.
Við bindum miklar vonir við Delph og biðjum alla Framara um að bjóða hann hjartanlega velkominn í bláu treyjuna. Áfram Fram!
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email