fbpx
thumbnail_Leikmannasigning_banner_Delph

Fram semur við Delphin Tshiembe

Við bjóðum Delphin Tshiembe velkominn í Fram. Hann er nýjasta viðbótin við meistaraflokk karla í knattspyrnu. Delph eins og hann er kallaður er fæddur 1991 og getur bæði spilað sem miðvörður og varnarsinnaður miðjumaður.

Delph er veraldarvanur leikmaður og frá því að hann byrjaði ferilinn sinn í Kaupmannahöfn hefur hann spilað í Skotlandi með Hamilton Academical, í Færeyjum með HB Tórshavn og einnig með ýmsum liðum í Danmörku á borð við Horsens og Vendsyssel.

Við bindum miklar vonir við Delph og biðjum alla Framara um að bjóða hann hjartanlega velkominn í bláu treyjuna. Áfram Fram!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!