Þriðjudaginn 17. maí fer af stað gönguhópur fyrir eldri borgara hjá Fram undir leiðsögn íþróttakennara. Tímarnir fara fram úti og verður blandað saman göngu, styrktar-, jafnvægis og liðleika æfingum. Við stefnum svo að því að færa okkur inn í haust og verðum þá í nýju glæsilegu íþróttahúsi Fram. Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér þetta frábæra starf sem er að fara af stað í hverfinu okkar.
Tímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00-11:00
Mæting við inngang hjá sundlaug og bókasafni í Úlfarsárdal.
Nánari upplýsingar eru að finna hér (https://fram.is/fit-i-fram/)