Við höldum áfram að semja við unga og efnilega leikmenn hjá félaginu. Daníel Stefán, Eiður Rafn og Breki Hrafn eru allir í 3. flokki karla. Hafa staðið sig vel í vetur og verður gaman að fylgjast með þeirra vegferð á komandi árum. Daníel spilar sem línumaður, Eiður sem hægri skytta/horn og Breki sem markmaður.
Þeir skrifuðu allir undir 2 ára samning við félagið!
Til hamingju með þetta drengir!
FRAMtíðin er björt.
Áfram FRAM
