fbpx
Leikir KK - 2022-06-01T093301.647

Ólafur Brim til liðs við FRAM

Ólafur Brim Stefánsson til liðs við FRAM
Ólafur skrifaði undir tveggja ára samning við félagið nú á dögunum. Þessi fjölhæfi leikmaður lék handbolta með Gróttu í fyrra og þótti standa sig mjög vel. Ólafur er sterkur varnarlega og öflug skytta sóknarlega sem mun aðstoða félagið á komandi árum.
 
Ólafur:
,, Eftir tvö góð ár í Gróttu fannst mér tími til komin að breyta til og finna nýja áskorun í handboltanum. Eftir að hafa hugsað mig vel um ákvað ég að skipta yfir í Fram. Fram er með ungt og efnilegt lið og góðan þjálfara og stjórn. Félagið er búið að styrkja sig með nokkrum leikmönnum og hefur flutt sig yfir í Úlfarsárdal í nýtt húsnæði. Þannig að þetta er mjög spennandi tími framundan og ég er viss um að ég mun styrkja liðsheildina. Kvennalið Fram er frábært og vonandi náum við að fylgja þessu eitthvað eftir í vetur.”
 
,,Við í Fram erum gríðarlega ánægð að fá Ólaf Brim til liðs við okkur. Ólafur er ungur leikmaður með mikla hæfileika og hefur sannað sig sem afar fjölhæfur leikmaður í efstu deild. Ólafur er duglegur og ósérhlífinn og hefur viljann til að ná enn lengra. Slíkir leikmenn smellpassa inn í okkar framtíðarplön í Fram og bindum við miklar vonir við að hann vaxi enn frekar í okkar góða umhverfi.” Sagði Bjarni Kristinn formaður handknattleiksdeildar um leikmanninn.
 
Velkominn í FRAM Ólafur!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!