Jakó mótið 2022 var haldið á Selfossi um helgina. Mótið er fyrir yngra ár 7. flokks karla og var spilað yfir tvo daga, laugardag 4. júní og sunnudag 5. júní. Virkilega vel skipulagt og skemmtilegt mót, frítt í sund á selfossi og pylsur á grillinu í mótslok. Algjörlega til fyrirmyndar.
Fram tók að sjálfsögðu þátt og sendi þrjú lið til leiks, skipuð strákum fæddum 2015. Það var hart barist, mikið skorað og strákarnir buðu upp á fullt af flottum tilþrifum. Heilt yfir var mótið frábær skemmtun og strákarnir glæsilegir fulltrúar félagsins.
Myndir frá mótinu eru hér: https://framphotos.pixieset.com/2022-jakmt/
Knattspyrnudeild FRAM