Fram tók þátt í frábæru Nettó móti í Keflavík laugardaginn 4. júní. Nettó mótið er dagsmót fyrir 7. flokk kvenna og var spilað bæði inni í Nettó höllinni og á gervigrasinu fyrir utan. Hoppukastalar, bíóferð, frábært veður og heill dagur af fótbolta. Að móti loknu var svo lokahóf þar sem Jón Jónsson spilaði á meðan stelpurnar gæddu sér á pizzum. Gerist ekki betra.
Í ár sendi Fram 4 lið, öll nefnd eftir landsliðskonum Íslands, til þáttöku í mótinu og spilaði hvert lið 6 leiki. Öll lið stóðu sig með mikilli prýði, skemmtu sér vel og voru félaginu, sjálfum sér og foreldrum sínum til mikils sóma.
Það er gaman að sjá svona margar flottar stelpur í yngri flokkum félagsins og Fram er mjög stolt af að senda svona flotta fulltrúa félagsins til keppni.
Hérna eru svo fullt af myndum til að skoða https://framphotos.pixieset.com/2022-nettmt2022/
Knattspyrnudeild FRAM