fbpx
Lokahóf hsi vefur

Hafdís, Karen og Stefán best í Olísdeild kvenna

Lokahóf HSÍ fór fram á dögunum en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu.
Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni.

Við FRAMarar fórum ekki tómhent heim af lokahófi HSÍ frekar en fyrri daginn. Karen Knútsdóttir var valinn besti sóknarmaðurinn sem kemur varla á óvart. Hún fékk einnig háttvísiverðlaun HSÍ, vel gert.

Hafdís Renötudóttir var valinn best í markinu sem kemur heldur ekki á óvart var geggjuð í vetur.

Það var síðan þjálfari FRAM Stefán Arnarson sem var valinn þjálfari tímabilsins, liðið varð bæði deildarmeistari og Íslandsmeistari, varla hægt að gera betur. 


 

Háttvísisverðlaun HDSÍ kvenna
Karen Knútsdóttir – Fram

Besti sóknarmaður Olís deildar kvenna
Karen Knútsdóttir – Fram

Besti markmaður Olís deildar kvenna
Hafdís Renötudóttir – Fram

Besti þjálfari í Olís deildar kvenna
Stefán Arnarson – Fram

Innilega til hamingju FRAMarar

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!