fbpx
Lokahóf hsi vefur

Hafdís, Karen og Stefán best í Olísdeild kvenna

Lokahóf HSÍ fór fram á dögunum en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu.
Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni.

Við FRAMarar fórum ekki tómhent heim af lokahófi HSÍ frekar en fyrri daginn. Karen Knútsdóttir var valinn besti sóknarmaðurinn sem kemur varla á óvart. Hún fékk einnig háttvísiverðlaun HSÍ, vel gert.

Hafdís Renötudóttir var valinn best í markinu sem kemur heldur ekki á óvart var geggjuð í vetur.

Það var síðan þjálfari FRAM Stefán Arnarson sem var valinn þjálfari tímabilsins, liðið varð bæði deildarmeistari og Íslandsmeistari, varla hægt að gera betur. 


 

Háttvísisverðlaun HDSÍ kvenna
Karen Knútsdóttir – Fram

Besti sóknarmaður Olís deildar kvenna
Karen Knútsdóttir – Fram

Besti markmaður Olís deildar kvenna
Hafdís Renötudóttir – Fram

Besti þjálfari í Olís deildar kvenna
Stefán Arnarson – Fram

Innilega til hamingju FRAMarar

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!