Lokahóf handknattleiksdeildar FRAM fór fram fimmtudaginn 16. júní síðastliðin. Skemmtilegt kvöld sem breytist síðar í surprise afmæli fyrir Guðmund Þór Jónsson eða Gumma góða eins og hann er oft kallaður en hann verður 60 ára seinna í mánuðinum. í sjálfu afmælinu var Gummi síðan gerður að heiðursfélaga í klúbbnum.
Á hófinu fengu leikmenn sem þótt hafa skarað fram úr á leiktíðinni viðurkenningar. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir spilaða leiki en Steinunn Björnsdóttir náði þeim merka áfanga í vetur að spila sinn 300. leik fyrir félagið.
Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar eftirfarandi leikmönnum:
Meistaraflokkur kvenna:
Skörungur ársins – Hildur Þorgeirsdóttir
Karakter ársins – Erna Guðlaug Gunnarsdóttir
Mikilvægasti leikmaðurinn – Hafdís Renötudóttir
Besti leikmaðurinn – Karen Knútsdóttir
Meistaraflokkur karla:
Efnilegasti leikmaðurinn – Stefán Orri Arnalds
Mikilvægasti leikmaðurinn – Breki Dagsson
Besti leikmaðurinn – Vilhelm Poulsen
FRAM U kvenna:
Mikilvægasti leikmaðurinn – Tinna Valgerður Gísladóttir
Besti leikmaðurinn – Svala Júlía Gunnarsdóttir
FRAM U:
Mikilvægasti leikmaðurinn – Arnór Máni Daðason
Besti leikmaðurinn – Reynir Þór Stefánsson
Viðurkenning fyrir leiki:
Hafdís Renötudóttir 100 leikir
Erna Guðlaug 100 leikir
Harpa María 100 leikir
Þórey Rósa 200 leikir
Karen 200 leikir
Hildur 200 leikir
Steinunn 300 leikir
Áfram FRAM