fbpx
Bjarki, sveinbjörn, Edvardo, Rudolf og Hulda.

Bjarki Kjartansson í svart belti

Á dögunum hélt Taekwondodeild Fram beltapróf fyrir 1.Dan svart belti. Beltapróf eru alltaf hátíðleg stund og sérstaklega prófin fyrir svart belti.

Próftaki var Bjarki Kjartansson og prófdómari var meistari deildarinnar Eduardo Rodriguez.
Til aðstoðar voru þjálfarar deildarinnar Hulda Dagmar Magnúsdóttir og Rúdolf Rúnarsson. Sveinbjörn æfingafélagi Bjarka var honum svo til aðstoðar á gólfinu.

Bjarki er einstaklega iðinn og duglegur iðkandi sem hefur æft og keppt af miklu kappi undanfarin ár og unnið til fjölda verðlauna. Bjarki var meðlimur í báðum landsliðum íþróttarinnar í vetur þ.e í landsliðinu í bardaga og í landsliðinu í tækni.
Bjarki er nýkominn af sínu fyrsta stórmóti, Norðurlandamótinu í Taekwondo, sem haldið var í Svíþjóð um síðustu helgi. Þar keppti Bjarki í gríðarlega sterkum flokki í tækni og stóð sig með prýði.

Til hamingju Bjarki

Taekwondodeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!