fbpx
Gummi-Magg-mark-gegn-IA

Guðmundur með fyrstu þrennuna í Úlfarsárdal

1.722 áhorfendur voru mættir á nýjan glæsilegan knattspyrnuvöll Fram í Úlfarsárdal, mánudaginn 20. júní 2022. Mikil stemning var á vellinum, þegar Fram og ÍBV gerðu jafntefli, 3:3.

 Guðmundur Magnússon, sem hefur skorað 9 mörk í úrvalsdeildinni, skoraði öll mörk Framara, á 2., 39. vítaspyrna og 49. mín. og varð þar með fyrstur til að setja þrennu á vellinum. Þess má geta til gamans að 16 leikmenn Fram hafa sett 18 þrennur í efstu deild Íslandsmótsins, en fyrstur til að afreka það var Björgvin Árnason, sem skoraði þrjú mörk gegn ÍA 1958, 4:6.

* Pétur Ormslev og Guðmundur Torfason tóku upphafsspyrnur leiks Fram og ÍBV; Pétur sendi knöttinn til Guðmundar, sem tók við knettinum. Þeir hafa báður skorað þrjú mörk í leik á Íslandsmótinu; Pétur gegn Þrótti 1980, 3:1. Guðmundur gegn FH 1986, 6:1. Þeir félagar hafa greinilega sent töframátt í skó Guðmundar.

 * Það eru liðin 9 ár síðan Framari skoraði síðast þrjú mörk í leik í efstu deild; Hólmbert Aron Friðjónsson í leik gegn Þór, 4:1, 2013.

 * Guðmundur var annar leikmaður Fram til að skora þrjú mörk gegn ÍBV. Hinn er Ásmundur Arnarsson, sem setti þrennu fyrir 21 ári, 2001 í Eyjum, 1:3.

 * Framarar hafa skorað 18 þrennur í leikjum gegn: FH 3, ÍBV 2, ÍBA 2, KR 2 og einu sinni hjá ÍA, Víkingur, Selfoss, Fylkir, Valur, Þór, Ísafjörður, Þróttur R. og ÍBH.

 * Grétar Sigurðsson hefur skorað flest mörk í leik. 4 gegn ÍBÍ á Ísafirði 1962, 6:0.

 * Kristinn Jörundsson og Ásmundur Arnarsson hafa sett tvisvar þrennur í leik.

 * Kristinn Jörundsson og Helgi Númason settu þrennur í sama leiknum, gegn ÍBA 1970, 7:1.

   Texti: Sigmundur Ó. Steinarsson.
Mynd Fótbolti.net

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!