fbpx
Norðurálsmótið

FRAMarar á Norðurálsmóti um helgina

Norðurálsmótið 2022 var haldið um helgina á Akranesi. Um er að ræða eitt allra stærsta yngri flokka mót landsins þar sem u.þ.b. 1500 krakkar úr 7. og 8. flokki taka þátt.

Fótboltinn var auðvitað í miklu aðahlutverki á mótinu en auk boltans var farið í stóra skrúðgöngu með öll liðin á 17. júní og Friðrik Dór mætti til að skemmta á laugardagskvöldið. Mótinu var svo slúttað með grilli fyrir alla mótsgesti á sunnudag.

Fram sendi þrjú lið af eldra ári 7. flokks karla til leiks og stóðu þeir sig allir með mikilli prýði, innan og utan vallar. Úrslitin áttu það sameiginlegt með veðrinu að það skiptust á skin og skúrir. En leikgleðin var stöðug, burtséð frá veðri, og það er það sem skiptir öllu máli á þessu móti.

Við óskum strákunum til hamingju með flotta frammistöðu á mótinu og hlökkum til að sjá þá vaxa og dafna hjá innan félagsins.

Fleiri myndir hér: https://framphotos.pixieset.com/2022-norurlsmt/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!