fbpx
Heimavöllurinn

Nýtt íþróttasvæði FRAM í Úlfarsárdal tekið í notkun

Síðustu dagar hafa verið viðburðaríkir fyrir okkur FRAMara, íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Þann 19. júní fór fram söguleg stund fyrir okkur FRAMara, en þá tókum við í notkun nýja Íþróttamiðstöð FRAM í Úlfarsárdal.  Þessir dagar 18.-20. júní hafa í raun verið ein samfelld opnunar hátið.

Við lékum okkar fyrsta heimaleik 18. júní þegar stelpunar í mfl. kvenna mættu KH þar sem á milli 300 og 400 áhorfendur mættu,  í ljómandi veðri og mannvirkið skartaði sínu fegursta.
Sigur í fyrsta leik skemmdi ekki fyrir deginum.

Sunnudaginn 19. júní var svo blásið til veislu, opnunnarhátið með íbúum Úlfarsárdals og Grafarholts sem tókst gríðarlega vel. Dagur ekki eins fallegur, rigning en veður annars ágætt.  Almenningsíþróttadeild FRAM lagði af stað með hlaupi úr Safamýri kl. 11:00 og var ætlunin að afhenda FRAM-Andann í dalinn okkar. Það voru svo um 30 hressir hlauparar sem skiluðu sér í dalinn um kl. 12.30 og afhnetu Andann.

Deildir félagsins settu upp dagskrá og það var líf í öllum sölum húsins, handbolti, fótbolti, taekwondo, blak allir lögðu sitt af mörkum.  Fírað upp í grilinu strax upp úr kl. 12:00, veitingar frá Ölgerðin, Emmess og pylsur fyrir alla, það var bara geggjuð stemming í húsinu strax upp úr hádegi.

Húsið iðaði af lífi og mín upplifum er að öllum hafi líkað það sem þeir sáum og upplifðu þennan dag.

Kl.13:30 hófust hefðbundin ræðuhöld, Dagur B. mætti á 50 ára afmælisdegi sínum og sagði nokkur orð, Skúli Helga formaður ÍTR flutti ræðu, Sigurður Ingi Tómasson formaður Fram hvatti fólk til dáða, Helga Friðriksdóttir gaf menningarmiðstöðinni þetta líka fína nafn “Miðdalur”, virkar bara vel.  Þór Björnsson Íþróttastjóri FRAM flutti stutta tölu og þakkaði þeim sem komið hafa að verkinu fyrir vel unnin störf. Óskaði jafnfram eftir því að fólk gæfi rýmum í húsinu nafn sem minntu á sögu félagsins í fortíð og nútið. Sirkus Ísland mætti á svæðið og skemmti fólk með mjög vel heppnaðri sýningu.
Þá var komið að því að Hreimur skemmti og frumflutti nýtt FRAMlag sem lagðist vel í FRAMara vel get Hreimur.  https://open.spotify.com/track/4UkGXyXBWEAXvSp6dTfP87?si=b246ad5c30c04ef4&fbclid=IwAR26srvLH-IDwXTRn0HDGfMHV2566yPlGr4hFdAmNauLKQabuculzH_kx3I&nd=1
Síðan kom Friðrik Dór og tryllti lýðinn alltaf flottur.
Eftir þessa miklu lotu gafst fólki tími til að skoða húsið, gæða sér á veitingum og spjalla.

Gríðarlega vel heppnaður dagur en við áælum að að vel á annað þúsund gestir hafi mætt á svæði sem verður eftirminnilegur í sögu félagisns. Yfir þúsund pylsur fóru ofan mannskapinn og bara endalaust gaman að hitt allt þetta fólk í nýju FRAMhúsi.

Þetta var ekki búið, mánudaginn 20. júní var svo komið að strákunum í mfl. karla að leika sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli er þeir mættu ÍBV í mjög fjörugum leik. Þar að mætingin gríðarlega en nálægt 1500 hundruð áhorfendur mættu á leikinn. Mögnuð upplifun.

Fyrir leikinn skrifaði Knattspyrnufélagið FRAM svo undir nýjan samning við GG-Verk en fyrirtækið hefur verið aðalstyrktaraðili FRAM frá árinu 2020 og með þessari undirskrift framlengjum við samstarfið við GG-Verk til ársloka 2023. Gríðarlega mikilvægt fyrir FRAM og hlökkum við til áframhaldandi góðs samstars við GG-Verk en fyrirtækið sá um að byggja glæsilega Íþróttamiðstöð FRAM í Úlfarsárdal.

Það er því búið að vera líf og fjör í Úlfarsárdalnum síðustu daga og vonandi bara forsmekkurinn af því sem koma skal.

Til hamingju FRAMarar

ÁFRAM FRAM

Toggi Pop og Jói Kristins tóku fullt af myndum sem hægt er að skoð hérna, njótið. https://frammyndir.123.is/pictures/

https://drive.google.com/drive/folders/1cBUuFnD4LmPUH2UnvPObPGu0cMGvP_qn?usp=sharing

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!