Knattspyrnudeild Fram fagnar því að hafa samið við Almarr Ormarsson til tveggja ára.
Almarr þekkir vel til félagsins enda með 36 skoruð mörk í yfir 130 leikjum fyrir Fram í efstu deild og bikar. Ekki er hægt að kynna Almarr öðruvísi til leiks en að rifja upp Bikarúrslitaleikinn 2013 sem á sér sérstakan stað í minnum margra Frammara. Í æsispennandi leik sem skilaði áttunda bikarmeistaratitli Fram í hús lék Almarr á als oddi. Hann gerði mörk Fram á 64′ og 88′ mínútu í leik sem vannst í vítaspyrnukeppni.
Almarr er fjölhæfur leikmaður sem stjórnin og þjálfarar lögðu kapp á að sækja fyrir komandi átök í Bestu deildinni.
Bjóðum við Almarr því hjartanlega velkominn heim!
Knattspyrnudeild FRAM