Fram býður Brynjar Gauta Guðjónsson velkominn!
Fram hefur komist að samkomulagi við Stjörnuna um kaup á Brynjari Gauta Guðjónssyni og tryggt sér þjónustu hans út keppnistímabilið 2024.
Brynjar Gauti hefur leikið yfir 200 leiki í efstu deild á Íslandi, fjölda Evrópu- og bikarleikja ásamt því að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. Ljóst er að mikil reynsla býr í varnarjaxlinum frá Ólafsvík.
Þjálfarar og stjórn knattspyrnudeildar Fram binda miklar vonir við Brynjar Gauta og bjóða hann hjartanlega velkominn í Úlfarsárdalinn.