Símamótið fór fram dagana 7.-10. júlí í Kópavogi. Stærsta fótboltamót landsins olli engum vonbrigðum frekar en venjulega. Glæsileg umgjörð hjá Breiðablik og Símanum, frábær stemmning og mikið af flottum fótbolta.
Þetta árið sendi Fram heil 12 lið til leiks úr 7., 6. og 5. flokki kvenna. Allar uppstrílaðar með andlitsmálningu, blátt hár, fléttur og og stútfullar af keppnisskapi og leikgleði. Virkilega glæsilegur hópur sem var félaginu sínu til mikils sóma innan og utan vallar.
þrjú lið af þessum 12 gerðu sér lítið fyrir og unnu sínar deildir. Öll í 7. flokki. Þar á meðal var bikarinn í efstu deild 7.flokks. Frábær árangur og óskum við sigurvegurum sinna deilda að sjálfsögðu til hamingju. Úrslit voru annars upp og ofan eins og gengur en í öllum tilfellum var frammistaðan til fyrirmyndar og mikil reynsla fengin úr mótinu.
Líkt og í fyrra þá hétu öll lið í höfuðið á meistaraflokksleikmönnum sinna félaga. Það var því virkilega gaman að sjá leikmenn meistaraflokks kvenna mæta á mótið til að styðja stelpurnar, sitja fyrir á myndum og tengjast sínum helstu stuðningsmönnum og aðdáendum.
Við þökkum Símanum og Breiðablik kærlega fyrir frábært mót og hlökkum til að mæta aftur á næsta ári. Við óskum jafnframt öllum fulltrúum Fram á mótinu til hamingju með glæsilega frammistöðu og hlökkum mikið til að sjá stelpurnar blómstra innan félagsins.
Myndir frá mótinu eru hér: https://framphotos.pixieset.com/2022-simamotid/ og hér: https://framphotos.pixieset.com/2022-simamotid-oliogrobert/