fbpx
FRA (8)

Vilt þú nafn þitt á Framvegginn?

💙Nýr nafna og fyrirtækjaveggur mun líta dagsins ljós nú í haust í nýja Framheimilinu💙
Kæru Framarar, eftir góðar undirtektir og stuðning síðastliðin 2 ár varðandi FRAMvegginn er komið að uppsetningarári 3. Í fyrra voru heilir 130 einstaklingar sem skráðu sig á FRAMvegginn og 21 fyrirtæki. FRAM fjölskyldan er stór og fyrir næsta ár langar okkur að ná þessari tölu upp í 250 einstaklinga og 40 fyrirtæki!
Við vonum að allir 130 einstaklingarnir síðan í fyrra séu reiðbúnir að halda áfram – Við sendum út kröfur á heimabanka einstaklinganna nú í vikunni. Ef það er eitthvað vesen og þú vilt ómögulega vera með, ekki hika við að hafa samband og við leysum út úr því.
 
Ef þú skráðir þig ekki í fyrra en vilt taka þátt núna. Getur þú klikkað á linkinn: https://forms.gle/xceXZtZjBdzWNbxc9 og sent inn umsókn. Einnig er hægt að hafa samband við Togga gegnum toggi@fram.is
 
Hvert nafn á nafnavegginn kostar 10.000 krónur💰
Hvert logo á fyrirtækjavegginn kostar 50.000 krónur💰
 
Hér að neðan má sjá vegginn síðan í fyrra!😊
 
Tökum vel á móti nýja húsinu okkar upp í Úlfarsárdal og gerum Fram heimilið hlýlegt fyrir komandi tímabil 🏆

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email