fbpx
8. fl.kv. selfossmót I mai 2022

Skráning í handboltaskóla FRAM 15-19 ágúst í fullum gangi

HANDBOLTASKÓLI FRAM

Handboltaskóli FRAM er fyrir krakka á aldrinum 6-13 ára. Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.  Námskeiðið stendur í 1 viku, frá kl. 09:00-12:00 (börn fædd 2009-2012) og 13:00-16:00 (börn fædd 2013-2016) virka daga.  Námskeiðið fer fram Íþróttamiðstöð FRAM Úlfarsárdal. Kennarar eru íþróttamenntaðir og handboltaþjálfarar hjá FRAM.

Námskeið 1.   15 –  19. ágúst        13:00-16:00 (börn fædd 2013-2016).

Námskeið 2.   15 –  19. ágúst        09:00-12:00 (börn fædd 2009-2012).

Skráning
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Sportabler skráningarkerfi FRAM.
Fram | Shop (sportabler.com)

Námskeiðsgjald í handboltaskóla er kr. 6500.-  (5 dagar).

Veittur er 10% systkinaafsláttur og einnig er veittur 10% afsláttur ef keypt eru fleiri en eitt námskeið. Innifalið í verði er: Veisla í lok hvers námskeiðs og skemmtilegt námskeið unnið af fagfólki. 

Allar nánari upplýsingar um námskeið á vegum FRAM er hægt að fá í síma 533-5600 skrifstofa FRAM í Úlfarsárdal milli kl 09:00 og 16:00 og í gegnum tölvupóst  toti@fram.is og dadi@fram.is

Í von um gott samstarf í sumar
Þór Björnsson íþróttastjóri FRAM  Grafarholti og Úlfarsárdal

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!