fbpx
8. fl.kv. selfossmót I mai 2022

Skráning í handboltaskóla FRAM 15-19 ágúst í fullum gangi

HANDBOLTASKÓLI FRAM

Handboltaskóli FRAM er fyrir krakka á aldrinum 6-13 ára. Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.  Námskeiðið stendur í 1 viku, frá kl. 09:00-12:00 (börn fædd 2009-2012) og 13:00-16:00 (börn fædd 2013-2016) virka daga.  Námskeiðið fer fram Íþróttamiðstöð FRAM Úlfarsárdal. Kennarar eru íþróttamenntaðir og handboltaþjálfarar hjá FRAM.

Námskeið 1.   15 –  19. ágúst        13:00-16:00 (börn fædd 2013-2016).

Námskeið 2.   15 –  19. ágúst        09:00-12:00 (börn fædd 2009-2012).

Skráning
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Sportabler skráningarkerfi FRAM.
Fram | Shop (sportabler.com)

Námskeiðsgjald í handboltaskóla er kr. 6500.-  (5 dagar).

Veittur er 10% systkinaafsláttur og einnig er veittur 10% afsláttur ef keypt eru fleiri en eitt námskeið. Innifalið í verði er: Veisla í lok hvers námskeiðs og skemmtilegt námskeið unnið af fagfólki. 

Allar nánari upplýsingar um námskeið á vegum FRAM er hægt að fá í síma 533-5600 skrifstofa FRAM í Úlfarsárdal milli kl 09:00 og 16:00 og í gegnum tölvupóst  toti@fram.is og dadi@fram.is

Í von um gott samstarf í sumar
Þór Björnsson íþróttastjóri FRAM  Grafarholti og Úlfarsárdal

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!