Meistaraflokkur kvenna hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í toppbaráttu 2.deildar.
Eydís Arna Hallgrímsdóttir er ungur og efnilegur miðvörður sem kemur á Lánssamningi frá FH og Lára Mist Baldursdóttir er öflugur og reynslumikill miðjumaður sem kemur að láni frá Haukum. Báðar koma þær vonandi til með að styrkja liðið verulega fyrir seinni hluta tímabilsins.
Við bjóðum Eydísi og Láru velkomnar til Fram og þökkum FH og Haukum fyrir góða samvinnu.
Knattspyrnudeild FRAM