fbpx
Fram - Oddný Sigursteinsdóttir og Jóhanna Halldórsdóttir. 2072x1352

Jóhanna skoraði fyrsta markið – fyrir 50 árum!

Þegar Framstúlkurnar lögðu KH, Knattspyrnufélag Hlíðarenda, að velli, 3:0, í fyrsta leik í úrslitakeppni 2. deildar í knattspyrnu í gærkvöldi í Úlfarársdal, föstudaginn 26. ágúst, voru liðin 50 ár síðan Fram opnaði Íslandsmót kvenna með sigri á Breiðabliki á Vallagerðisvelli við Kársnesskóla í Kópavogi, 3:2.

 Jessica Grace Kass Ray skoraði öll mörk Fram í gærkvöldi, þar af fyrsta mark úrslitakeppninnar og hún setti fyrstu þrennuna.

 Þegar Fram lagði Breiðablik að velli í fyrsta leiknum 1972, skoruðu Jóhanna Halldórsdóttir, tvö, og Oddný Sigsteinsdóttir mörk Fram. Jóhanna skoraði fyrsta markið sem hefur verið skorað á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu.

 Fram byrjaði með knöttinn í leiknum og átti miðherji Fram, Jenný Lind Grétudóttir, upphafsspyrnu leiksins og varð þar með fyrsta stúlkan til að spyrna í knöttinn í leik á Íslandsmótinu.

 Fram vann fyrsta leikinn á Íslandsmóti kvenna, sem var jafnframt fyrsti útisigurinn hjá liði á Íslandsmóti kvenna.

 Stúlkurnar í Fram sem voru á leikskýrslu og fögnuðu fyrsta sigri á Íslandsmótinu, fyrir 50 árum, voru: Anna Kristín Sverrisdóttir, Þorbjörg Albertsdóttir, Þórdís Ingólfsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir, fyrirliði, Elín Hjörleifsdóttir, Kolbrún Jóhannsdóttir, Sjöfn Sigsteinsdóttir, Jóhanna Halldórsdóttir, Jenný Lind Grétudóttir, Áslaug Jónsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir og Þórunn Jóhannsdóttir.

 Á myndinni er Oddný Sigsteinsdóttir og Jóhanna Halldórsdóttir, sem skoruðu báðar í fyrsta leik Íslandsmótsins, fyrir 50 árum.

Texti: Sigmundur Ó. Steinarsson.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!