Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar Fram verður laugardaginn 17. september kl. 11:30 – 13:00 á nýja glæsilega vellinum okkar í Úlfarsárdal.
Veittar verða viðurkenningar til allra iðkenda í 8. – 6. flokki. Þau sem þykja best og þau sem hafa tekið mestum framförum í 3.-5. flokki fá verðlaun fyrir sinn árangur og Eiríksbikarinn verður svo veittur ungum FRAM-ara sem hefur verið til fyrirmyndar innan- og utan vallar á árinu.
Grillið verður að sjálfsögðu í gangi þar sem þjóðarréttur íslendinga, pylsur, verður á boðstólum. Farið verður í knattþrautir og til að hámarka fjörið verður candyfloss vél á staðnum.
Stuðið nær svo hámarki í gríðarlega mikilvægum leik meistaraflokks karla gegn Keflavík, sem hefst á vellinum kl. 14:00.
Unglingaráð Knattspyrnudeildar Fram.