fbpx
uppskeruhátíðbanner-1 (3)

Uppskeruhátið yngri flokka í fótbolta á laugardag kl. 11:30-13:00

Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar Fram verður laugardaginn 17. september kl. 11:30 – 13:00 á nýja glæsilega vellinum okkar í Úlfarsárdal.

Veittar verða viðurkenningar  til allra iðkenda í 8. – 6. flokki. Þau sem þykja best og þau sem hafa tekið mestum framförum í 3.-5. flokki fá verðlaun fyrir sinn árangur og Eiríksbikarinn verður svo veittur ungum FRAM-ara sem hefur verið til fyrirmyndar innan- og utan vallar á árinu.

Grillið verður að sjálfsögðu í gangi þar sem þjóðarréttur íslendinga, pylsur, verður á boðstólum. Farið verður í knattþrautir og til að hámarka fjörið verður candyfloss vél á staðnum. 

Stuðið nær svo hámarki í gríðarlega mikilvægum leik meistaraflokks karla gegn Keflavík, sem hefst á vellinum kl. 14:00.

Unglingaráð Knattspyrnudeildar Fram. 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!