Meistaraflokkur kvenna var að næla sér í góðan liðsstyrk í frænkunum Þóru Rún Óladóttur og Þóreyju Björk Eyþórsdóttur. Báðar gera þær tveggja ára samning við félagið.
Þórey og Þóra eru báðar uppaldar í FH en spiluðu með Haukum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili. Þóru þekkjum við Framarar vel, þar sem hún spilaði með liðinu sem lánsmaður frá FH tímabilin 2020 og 2021.
Aníta Lísa og Óskar Smári höfðu þetta að segja:
“Þóra er flottur markmaður sem hefur gert mjög vel í þeim æfingaleikjum sem við höfum spilað undanfarið. Það er frábært að fá hana loks alfarið til Fram og við bindum miklar vonir við hana í framtíðinni. Þórey er eldsnöggur kantmaður með góða tækni. Hún hefur sömuleiðis gert mjög vel í æfingaleikjum með okkur og skoraði m.a. glæsilegt mark gegn Augnabliki á dögunum. Báðar hafa þær reynslu úr Lengjudeildinni og það mun hjálpa okkur á næsta tímabili”.
Við bjóðum Þóru og Þóreyju velkomnar og hlökkum mikið til að sjá þær blómstra hjá FRAM.