fbpx

Þóra Rún og Þórey Björk gera tveggja ára samning við Fram.

Meistaraflokkur kvenna var að næla sér í góðan liðsstyrk í frænkunum Þóru Rún Óladóttur og Þóreyju Björk Eyþórsdóttur. Báðar gera þær tveggja ára samning við félagið.

Þórey og Þóra eru báðar uppaldar í FH en spiluðu með Haukum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili. Þóru þekkjum við Framarar vel, þar sem hún spilaði með liðinu sem lánsmaður frá FH tímabilin 2020 og 2021.

Aníta Lísa og Óskar Smári höfðu þetta að segja:

“Þóra er flottur markmaður sem hefur gert mjög vel í þeim æfingaleikjum sem við höfum spilað undanfarið. Það er frábært að fá hana loks alfarið til Fram og við bindum miklar vonir við hana í framtíðinni. Þórey er eldsnöggur kantmaður með góða tækni. Hún hefur sömuleiðis gert mjög vel í æfingaleikjum með okkur og skoraði m.a. glæsilegt mark gegn Augnabliki á dögunum. Báðar hafa þær reynslu úr Lengjudeildinni og það mun hjálpa okkur á næsta tímabili”.

Við bjóðum Þóru og Þóreyju velkomnar og hlökkum mikið til að sjá þær blómstra hjá FRAM.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!