Karen var fremst meðal jafningja og stjórnaði leik Framstúlkna eins og herforingi þegar Fram varð Íslandsmeistari síðasta vor eftir úrslitarimmu við Val.
Karen, sem hefur áður verið valinn Íþróttamaður Fram – árið 2010 – var útnefnd besti sóknarmaður deildarinnar og mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar en í henni skoraði hún 8,5 mörk að jafnaði í leik og var með 77% skotnýtingu.
Hún var jafnframt valinn besti leikmaður leiktíðarinnar 2021-22 á lokahófi Handknattleiksdeildar Fram í júní síðastliðnum.
Til hamingju Karen!
Við óskum þeim sem voru tilnefndir til hamingju, sannarlega glæsilegur hópur.
Knattspyrnufélagið Fram