fbpx
Karen Toggi vefur

Íþróttamaður FRAM 2022 – Karen Knútsdóttir

Karen var fremst meðal jafningja og stjórnaði leik Framstúlkna eins og herforingi þegar Fram varð Íslandsmeistari síðasta vor eftir úrslitarimmu við Val.

Karen, sem hefur áður verið valinn Íþróttamaður Fram – árið 2010 – var útnefnd besti sóknarmaður deildarinnar og mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar en í henni skoraði hún 8,5 mörk að jafnaði í leik og var með 77% skotnýtingu.
Hún var jafnframt valinn besti leikmaður leiktíðarinnar 2021-22 á lokahófi Handknattleiksdeildar Fram í júní síðastliðnum.

Til hamingju Karen!

Við óskum þeim sem voru tilnefndir til hamingju, sannarlega glæsilegur hópur. 

Knattspyrnufélagið Fram



 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!