Lúðvík Gunnarsson landsliðsþjálfari U15 ára landsliðs karla í knattspyrnu hefur valið úrtakshóp til þess að taka þátt í landsliðsæfingum dagana 11. – 13. janúar næstkomandi.
Við Framarar erum stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í þessum landsliðshópi Íslands en Kristófer Tómas Gíslason og Viktor Bjarki Daðason voru valdir frá Fram að þessu sinni.