Steinar Ingi Þorsteinsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Fram í knattspyrnu. Hann hóf störf nú í upphafi árs. Steinar mun verða í fullu starfi hjá félaginu og fer með yfirumsjón og skipulagningu á þjálfun yngri flokka félagsins.
Steinar hefur fjölbreytta reynslu úr þjálfun en hann þjálfaði meðal annars hjá okkur í Fram fyrir nokkrum árum við góðan orðstír.
Við Framarar bjóðum Steinar velkominn til starfa og erum ánægð með að fá hann til liðs við okkur og væntum mikils af samstarfinu á komandi misserum.