Óskar hefur framlengt samning sinn við Fram til 2024. Óskar er fæddur árið 1997 og hefur leikið 29 leiki í íslandsmóti og bikar með Fram undanfarin tvö tímabil.
Óskar er uppalinn í Breiðabliki og hefur á sínum ferli leikið fyrir m.a. Þór Akureyri, Gróttu og ÍR áður en leið hans lá í fagurblátt.
“Óskar er fjölþættur leikmaður sem getur brugðið sér í flest hlutverk, auk þess bera þjálfarar og leikmenn honum söguna gríðarlega vel, vinnusamur og metnaðarfullur leikmaður.
Starfslið og stjórn eru ánægð að hafa náð samningum við Óskar og verður gaman að fylgjast með framgangnum í sumar.” sagði Agnar Þór Hilmarsson formaður knd. Fram.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email