Barna- og unglingaráð knattspyrnu- og handknattleiksdeildar FRAM og Sjúkraþjálfun Grafarholts hafa gert með sér samstarfssamning sem nær til allra iðkenda félagsins.
Þjónusta Sjúkraþjálfunar Grafarholts snýr að þeim iðkendum FRAM sem þurfa á mati/ráðgjöf /meðferð að halda.
Markmiðið þessa samstarfssamings er að iðkendur Fram komist sem fyrst að hjá sjúkraþjálfara.
Byrjað er á að greina/meta vandamálið með skoðun á stoðkerfinu, síðan hefst meðferð ef þörf er á og fræðsla varðandi vandamálið. Þannig getum við vonandi unnið að því í samstarfi að aðstoða iðkendur að fá fljóta og örugglega úrlausn sinna vandamála undir handleiðslu fagfólks.
Sjúkraþjálfun Grafarholts er staðsett í Jónsgeisla 93. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um stofuna og sjúkraþjálfara á www.sjukraholt.is
Þetta samstarf kemur Fram og iðkendum sérlega vel þar sem stofan er staðsett í hverfinu og um leið beinir félagið viðskiptum sínum að fyrirtæki í hverfinu.
Það er okkur í Fram sönn ánægja að endurnýja samstarfið við Sjúkraþjálfun Grafarholts og stuðla þannig að auknu samstarfi og samvinnu í hverfinu okkar.
Knattspyrnufélagið Fram