fbpx
302150186_602021478379770_6280062366910977023_n

Barna- og unglingaráð Fram gera samstarfsamning við Sjúkraþjálfun Grafarholts

Barna- og unglingaráð knattspyrnu- og handknattleiksdeildar FRAM og Sjúkraþjálfun Grafarholts hafa gert með sér samstarfssamning sem nær til allra iðkenda félagsins.

Þjónusta Sjúkraþjálfunar Grafarholts snýr að þeim iðkendum FRAM sem þurfa á mati/ráðgjöf /meðferð að halda.  

Markmiðið þessa samstarfssamings er að iðkendur Fram komist sem fyrst að hjá sjúkraþjálfara.
 
Byrjað er á að greina/meta vandamálið með skoðun á stoðkerfinu, síðan hefst meðferð ef þörf er á og fræðsla varðandi vandamálið. Þannig getum við vonandi unnið að því í samstarfi að aðstoða iðkendur að fá fljóta og örugglega úrlausn sinna vandamála undir handleiðslu fagfólks.

Sjúkraþjálfun Grafarholts er staðsett í Jónsgeisla 93. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um stofuna og sjúkraþjálfara á www.sjukraholt.is

Þetta samstarf kemur Fram og iðkendum  sérlega vel þar sem stofan er staðsett í hverfinu og um leið beinir félagið viðskiptum sínum að fyrirtæki í hverfinu.

Það er okkur í Fram sönn ánægja að endurnýja samstarfið við Sjúkraþjálfun Grafarholts og stuðla þannig að auknu samstarfi og samvinnu í hverfinu okkar.

Knattspyrnufélagið Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!