Fram og Westchester united F.C., í samstarfi við MAD sports management, hafa komist að samkomulagi um að Karen Dögg Hallgrímsdóttir spili með síðarnefnda liðinu í Viareggio Cup sem fer fram á Ítalíu dagana 20. mars til 3. apríl 2023. Hún verður þannig fyrsti leikmaður Fram til að keppa á mótinu og opnar um leið dyrnar fyrir fleiri iðkendur yngri flokka félagsins til að taka þátt í þessu sögufræga stórmóti í gegnum samstarf félaganna á komandi árum.
Um er að ræða eina elstu og stærstu yngri flokka keppni í heimi þar sem stórlið frá Ítalíu og víðsvegar að úr heiminum taka þátt bæði í karla og kvennaflokki. Þetta er því frábært tækifæri fyrir unga og efnilega leikmenn til að sýna sig og sanna og mögulega upplifa enn fleiri ævintýri í framhaldinu.
Nánari upplýsingar um mótið má finna hér: https://www.viareggiocup.com
Við óskum Kareni innilega til hamingju með þetta flotta tækifæri og vitum að hún verður glæsilegur fulltrúi félagsins á Ítalíu.