fbpx
5. fl

5.fl.ka. stóð sig vel á Ísafirði um helgina

Strákarnir okkar í 5.fl. karla skelltu sér vestur á Ísafjörð um helgina en þar fór fram fimmta og  síðasta umferð Íslandsmótsins í handbolta.  Fram sendi tvö lið til keppni.  Fram 1.  stóð sig mjög vel á mótinu, drengirnir fóru taplausir í gegnum helgina og unnu sína deild nokkuð sannfærandi.  Fram 2 stóð sig einnig mjög vel þó þeim tækist ekki að vinna sína deild.

Daníel Darri Arnarsson leikmaður Fram var valinn í “Landsliðið” og fékk því að taka þátt í leik Landsliðsins og Pressuliðsins sem er alltaf skemmtilegur hluti af þessu móti.

Mótið  var eins og áður sagði  haldið á Ísafirði og Bolungarvík en leikið er á báðum þessum stöðum, mótið gekk vel og drengir skemmtu sér konunglega. 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!