Dagmar Guðrún Pálsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Fram, sem gildir til ársins 2025. Dagmar, sem er 17 ára örvhent skytta, hefur leikið með Fram frá því hún var 12 ára og er margfaldur Íslandsmeistari með yngri flokkum félagsins.
Dagmar steig sín fyrstu skref í Olísdeildinni síðasta vetur og vakti þar verðskuldaða athygli. Dagmar hefur einnig átt sæti í yngri landsliðum Íslands og hefur leikið 20 landsleiki og skorað í þeim 89 mörk.
Handknattleiksdeild Fram