Allir iðkendur í 6. 7. og 8. flokki fá viðurkenningarskjöl. Eiríksbikarinn verður afhentur fyrir fyrirmyndar frammistöðu innan vallar sem utan ásamt því að nokkrir leikmenn 3. – 5. flokks verða verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu og framfarir. Að uppskeruhátíð lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur og ís. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum.
Kl. 14:00 hefst svo leikur meistaraflokks kvenna Fram gegn KR. Við hvetjum því alla iðkendur og fjölskyldur þeirra til að mæta í bláu, fylla stúkuna og fagna deginum.
Við hlökkum til að sjá ykkur,
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fram.