fbpx
Uppskeruhátíðbanner

Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Fram heldur uppskeruhátíð yngri flokka laugardaginn 9. september kl. 11:30 í Úlfarsárdal.

Allir iðkendur í 6. 7. og 8. flokki fá viðurkenningarskjöl.  Eiríksbikarinn verður afhentur fyrir fyrirmyndar frammistöðu innan vallar sem utan ásamt því að nokkrir leikmenn 3. – 5. flokks verða verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu og framfarir.  Að uppskeruhátíð lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur og ís.  Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum.

Kl. 14:00 hefst svo leikur meistaraflokks kvenna Fram gegn KR.  Við hvetjum því alla iðkendur og fjölskyldur þeirra til að mæta í bláu, fylla stúkuna og fagna deginum.

Við hlökkum til að sjá ykkur,

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fram.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!