fbpx
Uppskeruhátíð-2023_forsíða

Uppskeruhátíð yngri flokka

Það var hátíðarstemning í Úlfarsárdalnum laugardaginn 10. september þegar uppskeruhátíð yngri flokka Fram fór fram. Mæting á uppskeruhátíðina var frábær og eins og alltaf lék veðrið við okkur í Dalnum.

Dagskrá uppskeruhátíðarinnar var fjölbreytt en iðkendum voru veittar viðurkenningar, boðið var uppá grillaðar pylsur og ís ásamt því að hægt var að spreyta sig á knattþraut og vinna til veglegra verðlauna. 6., 7. og 8. flokkur drengja og stúlkna fengu viðurkenningarskjöl þar sem þeim var þakkað fyrir þeirra framlag á starfsárinu. Í 3. til 5. flokki voru veitt verðlaun til bestu leikmanna ársins og þeirra leikmanna sem mestar framfarir hafa sýnt á árinu. Allir iðkendur fengu svo boðsmiða fyrir sig og fjölskyldur sínar á leik meistaraflokks kvenna gegn KR sem fór fram þann sama dag. 

Í 5. flokki kvenna hlaut Lilja Karen Pétursdóttir verðlaun fyrir mestu framfarir og Arney Stella Bryngeirsdóttir fyrir besta leikmann. 

Þórarinn Bridde hlaut verðlaun fyrir mestar framfarir í 5. flokki karla og Gylfi Fjölnisson fyrir að vera besti leikmaður flokksins.

Í 4. flokki kvenna hlaut Aþena Sól Ágústsdóttir verðlaun fyrir mestar framfarir og María Kristín Magnúsdóttir fyrir að vera besti leikmaðurinn.

Í 4. flokki karla var Garpur Birgisson verðlaunaður fyrir mestar framfarir og Guðmundur Ágúst Héðinsson hlaut verðlaun fyrir að vera besti leikmaður flokksins.

Í 3. flokki kvenna hlaut Anna Margrét Þorláksdóttir verðlaun fyrir mestu framfarirnar á síðasta ári og Aníta Marý Antonsdóttir hlaut verðlaun fyrir að vera besti leikmaðurinn.

Í 3. flokki karla hlaut Egill Orri Sigurðsson verðlaun fyrir mestu framfarirnar á síðasta ári og Halldór Hilmir Thorsteinsson hlaut verðlaun fyrir að vera besti leikmaðurinn. 

Það er hefð fyrir því að veita einum leikmanni yngri flokkanna Eiríksbikarinn sem gefinn er af Ríkharði Jónssyni, landsliðsmanni Fram til margra ára, til minningar um Eirík K Jónsson knattspyrnumann úr Fram. Eiríksbikarinn er veittur þeim einstaklingi sem með ástundun sinni og framkomu innan sem utan vallar er sjálfum sér og félaginu til sóma.

Að þessu sinni hlaut Bjartey Gísladóttir leikmaður 4. flokks Eiríksbikarinn. Bjartey hefur reyndar leikið einnig með 3. flokki og U20 liðinu í sumar.  Bjartey er góður félagsmaður og liðsfélagi, öflugur sjálfboðaliði sem er ávallt reiðubúin til að hjálpa sínu félagi við margvísleg störf ásamt því að hafa verið iðkandi hjá Fram alla sína tíð.

Fleiri myndir frá hátíðinni má finna hér: 2023 – Uppskeruhátíð BUR by FRAM Myndir (pixieset.com)

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!