fbpx
Framhúsið vefur

FRAM auglýsir stöðu Framkvæmdarstjóra og Markaðs og viðburðarstjóra

Aðalstjórn Fram stóð fyrir stefnumótunarfundi þann 2. sept síðast liðin þar sem einstaklingar úr öllum deildum, stjórnir, stjórnendur og aðrir hagaðilar komu saman til að móta framtíðarsýn, skýra markmið og forgangsraða.

Verkefni sem sett voru í forgang voru eftirfarandi:

  • Rekstur og fjármál, tekjuöflun, betra utanumhald og sýnileiki, agaðra skipulag í kring um fjárhagsáætlanir og skuldbindingar. 
  • Skipulag og samskipti: Endurskoða skipurit og skipulag, skýra hlutverk og ábyrgð starfsmanna félagsins, efla upplýsingaflæði frá aðalstjórn einnig á milli stjórna innan félagsins.
  • Markaðsstarf: Ráðning markaðsstjóra, auka sýnileika félagsins, innri og ytri upplýsingamiðlun.
  • Íþróttastarf: Móta afreksstefnu, nýta betur nýjustu tækni í þjálfaramálum.


Aðalstjórn FRAM hefur þegar hafið vinnu við þessi verkefni, skipulag og skipurit var þar sett í forgang og hefur nýtt skipurit verið kynnt fyrir formönnum deilda. Liður í skipulagsbreytingunum er að auglýsa tvær stöður hjá félaginu annars vegar stöðu Framkvæmdastjóra og hins vegar stöðu Markaðs- og viðburðastjóra.
Kristinn Rúnar Jónsson mun fara í annað hlutverk innan félagsins, stýra rekstri þ.m.t húsnæði og fjárreiðum. 

 https://alfred.is/starf/markads-og-vidburdastjori

https://alfred.is/starf/framkvaemdastjori-96

Aðalstjórn Fram 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!