6. flokkur kvenna fór norður um helgina á sitt fyrsta mót í vetur. Alls voru 3 lið skráð hjá flokknum.
Fram 1 í 1.deild, Fram 2 í 3.deild B og Fram 3 í 4.deild.
Fram 1 endaði í 3.sæti í 1.deild en þær unnu HK og Stjörnuna í fyrstu tveimur leikjunum sínum. Í þriðja leik töpuðu stelpurnar naumlega 9-10 móti Val eftir að Valsstúlkur skoruðu sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Síðasti leikur liðsins var svo á móti KA/Þór þar sem KA/Þórs-stúlkur voru með yfirhöndina megnið af leiknum.
Fram 2 endaði í 3.sæti í sinni deild en þær unnu leiki sína á móti Val og Víkingi með flottum handbolta. Þær töpuðu einnig naumlega 7-6 móti KA/Þór á síðustu mínútu leiksins. Síðasti leikur liðsins var svo móti Fylkir þar sem stelpurnar biðu lægri hlut.
Lið 3 endaði í 4.sæti í sinni deild þar sem engin leikur vannst en stelpurnar voru hinsvegar inní öllum sínum leikjum og spiluðu flottan handbolta og sýndu mikinn karakter í sínum leik.
Heilt yfir gekk mótið vel og þjálfarar flokksins ánægðir með þær bætingar sem hafa átt sér stað.
Þjálfarar flokksins eru Róbert Árni Guðmundsson og Fríða Arnarsdóttir.