fbpx
6.fl.kvenna sept. 2023

Stelpurnar í 6. fl.kvenna stóðu sig vel á Akureyri um helgina.

6. flokkur kvenna fór norður um helgina á sitt fyrsta mót í vetur. Alls voru 3 lið skráð hjá flokknum.
Fram 1 í 1.deild, Fram 2 í 3.deild B og Fram 3 í 4.deild. 

Fram 1 endaði í 3.sæti í 1.deild en þær unnu HK og Stjörnuna í fyrstu tveimur leikjunum sínum. Í þriðja leik töpuðu stelpurnar naumlega 9-10 móti Val eftir að Valsstúlkur skoruðu sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Síðasti leikur liðsins var svo á móti KA/Þór þar sem KA/Þórs-stúlkur voru með yfirhöndina megnið af leiknum.

Fram 2 endaði í 3.sæti í sinni deild en þær unnu leiki sína á móti Val og Víkingi með flottum handbolta. Þær töpuðu einnig naumlega 7-6 móti KA/Þór á síðustu mínútu leiksins. Síðasti leikur liðsins var svo móti Fylkir þar sem stelpurnar biðu lægri hlut.

Lið 3 endaði í 4.sæti í sinni deild þar sem engin leikur vannst en stelpurnar voru hinsvegar inní öllum sínum leikjum og spiluðu flottan handbolta og sýndu mikinn karakter í sínum leik. 

Heilt yfir gekk mótið vel og þjálfarar flokksins ánægðir með þær bætingar sem hafa átt sér stað. 

Þjálfarar flokksins eru Róbert Árni Guðmundsson og Fríða Arnarsdóttir. 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!