Ólafur kom fyrst til Fram árið 2019 á láni og hefur síðan verið hjá okkur alfarið frá ársbyrjun 2020. Ólafur átti mjög stóran þátt í því þegar liðið komst aftur upp í Bestu deildina og var valinn íþróttamaður FRAM 2021. Auk þess að vera aðalmarkvörður liðsins hefur Ólafur gegnt stöðu varafyrirliða. Hann hefur einnig verið virkur þáttakandi í viðburðum yngri flokka og verið góð fyrirmynd fyrir iðkendur félagsins.
Við hlökkum til að fylgjast með Ólafi vaxa og dafna áfram undir handleiðslu nýs markvarðaþjálfara.