Góðu fréttirnar halda áfram að rúlla inn í Úlfarsárdalinn!
Kyle McLagan er kominn aftur heim í bláu treyjuna, en hann þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum. Kyle spilaði stórt hlutverk í að koma Fram aftur í deild þeirra bestu og nú treystum við á að hann spili stórt hlutverk í að koma Fram á enn hærra stig.
Bjóðum Kyle hjartanlega velkominn í Fram, í annað sinn.