fbpx
Gerum gott betra (3)

Gerum gott betra

​Kæru Framarar.

Nú þegar við höfum verið í okkar glæsilegu aðstöðu í Úlfarsárdalnum í rúmt ár þá langar okkur til að gera enn betur hvað búnað og aðbúnað barnanna á æfingum varðar.

Þjálfarar hafa nefnt við okkur að sárlega vanti ýmsan búnað eins og batta, varnarvegg (dummies) og frákastara (bouncer) til að æfingarnar verði enn hniðmiðaðri, markvissari og betri en áður. Kostnaður við þann búnað er um ein milljón.

Við í Barna- og unglingaráði viljum leita allra leiða til að aðbúnaður í Dalnum verði til fyrirmyndar líkt og sjálf aðstaðan okkar er. Við leitum því til ykkar kæru Framarar, foreldrar og forráðamenn og biðjum þau ykkar sem getið um að styrkja tækjakaup Barna- og unglingaráðs. Það getið þið gert með því að greiða ákveðna styrkupphæð í Sportabler eða með því að leggja inn á reikning: 0114-26-8136 kt. 600212-1680 og merkja millifærsluna með búnaður.

Hægt er að styrkja verkefnið í gegnum Sportabler með því að smella hér.

Ef þið óskið frekari upplýsinga þá vinsamlegast hafið samband við ingveldurragnars@gmail.com eða dadi@fram.is og öllum ykkar spurningum verður tekið fagnandi.

Bestu kveðjur frá Barna- og unglingaráði​

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!