Knattspyrnufélagið Fram býður öllum iðkendum Grindavíkur endurgjaldslaust á æfingar hjá félaginu á meðan á óvissutímum stendur.
Æfingatöflur félagsins má finna á fram.is.
Hugur okkar er hjá Grindvíkingum og okkur er bæði ljúft og skylt að gera það sem við getum til að létta undir eins og hægt er.
Knattspyrnufélagið Fram