Það er sönn ánægja að tilkynna að Þorgrímur Smári Ólafsson hefur verið ráðinn i starf Framkvæmdastjóra FRAM og mun hann hefja störf um miðjan Janúar næstkomandi.
Þorgrímur eða Toggi eins og hann er oftast kallaður er fyrrum leikmaður sem og starfsmaður hjá félaginu og snýr aftur heim eftir nokkra mánuði í fjarveru.
Toggi spilaði sem leikmaður yfir 100 leiki fyrir félagið, þjálfaði í yngri flokkum félagsins og starfaði sem rekstrarstjóri handknattleiksdeildar í tæp 4 ár. Hann þekkir félagið út og inn og veit fyrir hvað félagið stendur.
Þær breytingar verða á skrifstofunni að Kristinn Rúnar Jónsson, sitjandi framkvæmdastjóri mun færa sig í nýtt hlutverk, fjármálastjóra. Félagið reiknar síðan með að ráða inn nýjan viðburðar og markaðsstjóra sem hluta af breyttu skipulagi á skrifstofu félagsins.
“Við erum virkilega ánægð með þessa ráðningu og fögnum því að fá Togga aftur heim í FRAM, hann er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu. Það eru spennandi tímar framundan og ég hlakka til að vinna með Togga við áframhaldandi innleiðingu á stefnu sem mörkuð var nú á haustmánuðum ” sagði Sigríður Elín Guðlaugsdóttir (Ella Sigga), formaður Fram.
„Þorgrímur Smári sagði það virkilega gaman að fá tækifæri á að koma til baka og þegar tækifærið bauðst kom ekkert annað til greina. Fram er mitt félag, þar sem mér hefur alltaf liðið vel. Fram er stór fjölskylda, sem verður aldrei stærra en þátttaka félagsmanna. Það var stórt fyrir félagið að flytja upp í Úlfarsárdal sem bíður upp á marga möguleika á komandi árum. Það hefur tekið tíma að koma sér fyrir í Úlfarsárdalnu og mun taka áfram. Við höfum verið á ákveðinni vegferð í að þróa félagið í nýju umhverfi, við þurfum að halda þeirri stefnu áfram og ef við höldum vel á okkar málum mun ekkert stoppa okkur. Áfram FRAM!“
Knattspyrnufélagið Fram.