Pálmi Þór Jónasson hefur gert árs samning við knattspyrnudeild Fram þar sem hann verður bæði aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og aðalþjálfari 3.flokks karla.
Pálmi er ungur og spennandi þjálfari að austan sem hefur þjálfað í yngri flokkum hjá Fjarðarbyggð og Fjölni í Reykjavík. Síðustu 2 ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá FHL.
Pálmi stundar nám í íþróttafræði við háskólann í Reykjavík og er með UEFA B þjálfaragráðu.
Við erum virkilega ánægð að fá Pálma í þjálfarahóp félagsins og bjóðum hann innilega velkominn í dal draumanna.