fbpx
Stelpur í Fram og Borgarstjóri og Forseti

Forseti Íslands heimsótti Úlfarsárdal

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Reykjavíkur í dag. Í þessari heimsókn kynntu þau  sér starfsemi borgarinnar, þróun hennar og breytta samfélagsgerð.
Að sjálfsögðu kom forseti okkar og fyldarlið í heimsókn í nýja Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal en með í för var gestgjafinn borgarstjórinn Reykjavík Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir eiginkona hans.  

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir formaður Knattspyrnufélagsins Fram tók á móti gestunum og bauð alla velkomna í Íþróttamiðstöð Fram. Síðan skoðaði forsetinn aðstöðu Fram í “Dal draumanna” ásamt því að gefa sér tíma til að tala við unga iðkendur í Fram. 

Við þökkum forseta Íslands og borgarstjóra kærlega fyrir komuna.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!