Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Reykjavíkur í dag. Í þessari heimsókn kynntu þau sér starfsemi borgarinnar, þróun hennar og breytta samfélagsgerð.
Að sjálfsögðu kom forseti okkar og fyldarlið í heimsókn í nýja Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal en með í för var gestgjafinn borgarstjórinn Reykjavík Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir eiginkona hans.
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir formaður Knattspyrnufélagsins Fram tók á móti gestunum og bauð alla velkomna í Íþróttamiðstöð Fram. Síðan skoðaði forsetinn aðstöðu Fram í “Dal draumanna” ásamt því að gefa sér tíma til að tala við unga iðkendur í Fram.
Við þökkum forseta Íslands og borgarstjóra kærlega fyrir komuna.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email