Eyrún vala er 19 ára hægri kantmaður sem á nú þegar nokkur tímabil að baki í meistaraflokki, þrátt fyrir ungan aldur. Hún er uppalin hjá Breiðabliki og spilaði þrjú tímabili með Augnabliki í Lengjudeildinni áður en hún gekk til liðs við Stjörnuna í Bestu deildinni. Seinni hluta síðasta sumars fór hún á láni til HK þar sem hún spilaði 8 leiki og skoraði 1 mark. Hún lagði t.d. eftirminnilega upp mark HK gegn okkur í Úlfarsárdalnum.
Koma Eyrúnar Völu til liðsins er stórt skref í þeirri uppbyggingu sem er í gangi hjá kvennaliðinu. Hún er öskufljót, teknísk og með gott auga yrir spili. Eyrún á 2 leiki með U19 landsliðinu og 3 með U15.
Við bjóðum Eyrúnu Völu velkomna og hlökkum mikið til að fylgjast með henni í sumar!