fbpx
4godi23-lid-207 vefur II

FRAM stelpur fjölmenntu á Goðamót á Akureyri

   37 stelpur úr 6.fl.kvk fóru á Goðamótið á Akureyri um helgina. Fram mætti með heil 6 lið til leiks.

Heilt yfir tóku 11 félög víðsvegar af landinu þátt eða 57 lið.

Fram 1 stóð sig með prýði og landaði 5.sæti í A deild
Fram 2 gerði sér lítið fyrir og landaði 3.sætinu í B deild
Fram 3 fór í bikarleik sem var æsispennandi en þurftu að láta 2.sætið duga í þetta sinn.
Fram 4 stóð sig einnig mjög vel og urðu í 5.sæti í sinni deild
Fram 5 kom sá og sigraði sína deild, ótrúlegur kraftur í duglegum fótboltastelpum.
Fram 6 sýndi frábæra takta á vellinum, leikgleðin í fyrirrúmi og stelpurnar spenntar að mæta aftur á Goðamótið.

Stelpurnar voru félaginu til mikils sóma og leikgleðin var í fyrirrúmi. Fyrir utan fótboltann þá var auðvitað farið í hópferð í sund og bíóferð.

þjálfararnir Matti, Auður og Kristófer fóru með félaginu norður.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!