fbpx
LengjudeildinSamningurbanner_Alda Ólafsd.

Alda Ólafsdóttir gengur til liðs við meistaraflokk kvenna.

Alda er 27 ára framherji sem vakti mikla athygli þegar hún skoraði 33 mörk í 20 leikjum með Fjölni í 2.deild kvenna síðasta sumar.

Alda er uppalin hjá FH en hefur einnig spilað með Aftureldingu og ÍR á ferlinum og nú síðast Fjölni þar sem hún gjörsamlega raðaði inn mörkum.

Þetta er virkilega sterk viðbót við leikmannahópinn en ekki síður fyrir félagið í heild, þar sem Alda mun samhliða spilamennsku taka að sér þjálfun í 6. og 7.flokki kvenna. Frábærar fréttir fyrir yngstu iðkendurna okkar sem fá þarna mikla fyrirmynd á allar æfingar.

Við gerum miklar væntingar til Öldu og hlökkum mikið til að sjá hana raða inn mörkum í bláu treyjunni.

Velkomin í dal Draumanna Alda!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!