Jólagjöfin í ár er klár. Meistaraflokkur kvenna hefur samið við bandaríska markmanninn Lili Berg um að spila með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar.
Lili hefur undanfarin ár spilað í bandaríska háskólaboltanum með Bowling Green í Ohio og hefur unnið til fjölda viðurkenninga þar ásamt því að hafa verið fyrirliði liðsins, en hún hefur verið með bandið allsstaðar þar sem hún hefur spilað. Lili er mikill íþróttamaður, sterkur karakter og leiðtogi og við hlökkum virkilega mikið til að fá hana til liðs við félagið.
Velkomin í dal draumanna Lili Berg!