Eydís Arna Hallgrímsdóttir hefur skrifað undir 2 ára samning við Fram og mun því leika með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar.
Eydís er 19 ára gamall miðvörður sem getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar og djúprar miðju. Hún er stór, sterk og með góða boltameðferð.
Eydís er raunar vel kunnug öllum staðháttum þar sem hún hefur spilað með liðinu síðustu tvö tímabil sem lánsmaður frá FH. Eydís kom gríðarlega sterk inn í liðið seinni hluta sumars 2022 þegar liðið tryggði sér sigur í 2.deild kvenna en varð svo fyrir því óláni að meiðast illa í fyrsta leik Lengjudeildar síðasta sumar og náði því lítið að spila með liðinu það tímabilið.
Nú er hún hinsvegar orðin fullkomlega heil heilsu og klár í slaginn, sem er frábært bæði fyrir hana sjálfa og Fram. Við hlökkum mikið til að sjá Eydísi blómstra í bláu treyjunni og fögnum því mikið að fá hana til liðs við félagið.
Velkomin í dal draumanna Eydís!