Sylvía Birgisdóttir hefur framlengt samning sinn við Fram næstu þrjú tímabil eða út 2026!
Sylvía gekk til liðs við félagið frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil og lék stórt hlutverk í fínum árangri liðsins síðasta sumar. Hún er sókndjarfur bakvörður sem getur líka spilað á kantinum, hefur mikinn hraða og styrk og er óhrædd við að bruna upp völlinn þegar hún fær tækifæri til.
Það er mjög sterkt fyrir félagið að Sylvía verði áfram í herbúðum liðsins. Hún hefur smellpassað inn í hópinn, er góður leikmaður og frábær karakter.