fbpx
LengjudeildinSamningurbanner_Murielle Tiernan

Murielle Tiernan hefur samið við Fram út tímabilið

Sóknarmaðurinn Murielle Tiernan hefur samið við Fram út tímabilið og mun því leika með meistaraflokki kvenna í Lengjudeildinni í sumar.

Murielle er vel þekkt stærð í íslenskum fótbolta en hún hefur spilað með Tindastól síðustu sex ár þar sem hún hefur skorað 117 mörk í 129 leikjum. Hún kemur með mikil gæði inn í liðið, er gríðarlega sterk og hröð, með góðan skotfót og mikla reynslu. Murielle er mikill liðsmaður og á vafalaust eftir að gefa mikið af sér í hópnum, sem yngri leikmenn liðsins eiga eftir að njóta góðs af.

Við hlökkum mikið til að fá Murielle til liðs við félagið og erum mjög spennt að sjá hana í bláu treyjunni í sumar.

Velkomin Murielle!

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!