fbpx
N2

Nojus og Lilja með brons á Norðurlandamótinu

Norðurlandamótið í Taekwondo fór fram í Laugadalshöllinni nú um helgina. Fjöldi keppenda frá öllum Norðurlöndunum sóttu mótið og var hart barist í öllum flokkum.
Á Norðurlandamótum er aðeins keppt í A – flokki sem er keppnisflokkur fyrir svört belti. Iðkendur 12 ára og eldri með rauð belti mega taka þátt en keppa þá með svörtu beltunum.
Taekwondodeild Fram átti fimm keppendur á mótinu og voru þar á meðal þrír ungir iðkendur með rauð belti að keppa á sínu allra fyrsta stórmóti. Það er gríðarlega krefjandi að keppa upp fyrir sig þar sem þarf að tileinka sér tækni fyrir hærri belti.
Okkar iðkendur eru búnir að æfa linnulaust síðan í haust við að raða inn hærri tækni til að vera keppnishæf á mótinu.

Megin markmiðið var því fyrst og fremst að klára fyrstu umferð án mistaka og finna hvernig það er að standa á stóra sviðinu og keppa með þeim allra bestu.

Okkar fólk keppti undir merkjum Íslands og fyrstur á gólfið var Nojus Gedvilas sem keppti í fjölmennum ungmenna flokki. Hann stóð sig frábærlega í flokki einstaklinga en rétt missti þar af átta manna úrslitum.
Í keppni para keppti Nojus með hinni kornungu Lilju Jóhönnu Birgisdóttur, sem verður ekki 12 ára fyrr en í nóvember og því rétt komin með aldur til að keppa á þessum stærri mótum. Þetta unga og efnilega par sýndi frábæra framkvæmd á gólfinu og náði þeim glæsilega árangri að vera efsta íslenska parið er þau höfnuðu í 3. sæti para 12-14 ára og fengu verðskuldað brons að launum.
Lilja keppti einnig í flokki einstaklinga þar sem hún náði inn í átta manna úrslitin og hafnaði í 7. Sæti.

Arnar Freyr Brynjarsson keppti einnig í fjölmennum flokki unglinga. Hann framkvæmdi  allar sínar æfingar af öryggi þó það hafi ekki skilað honum áfram eftir fyrstu umferðina að þessu sinni.

 Frábær árangur hjá okkar unga og efnilega Taekwondo fólki á sínu fyrsta stórmóti.

Rúdolf konráð Rúnarsson og Guðrún Nína Petersen kepptu einnig í fullorðinsflokkum undir 60 ára og stóðu sig vel. Rúdolf hafnaði í 5. Sæti í flokki karla, Guðrún í 6. sæti í flokki kvenna og saman höfnuðu þau svo í 6. Sæti í flokki para 30 ára og eldri.

Stórkostleg helgi að baki þar sem allir náðu að sýna sínar bestu hliðar og öðlast ómetanlega reynslu í leiðinni af keppni á fjölmennu stórmóti sem þessu á meðal keppenda í fremstu röð.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!