fbpx
Viktoría Rut og Bjartey mfl.kv

Bjartey og Viktoria Rut léku sína fyrstu leiki með meistaraflokki

Enn halda ungar Fram stelpur að slá í gegn í meistaraflokki kvenna.

Í þetta sinn voru það þær Bjartey Hanna Gísladóttir og Viktoria Rut Gokorian sem létu ljós sitt skína í leik gegn ríkjandi bikarmeisturum Víkings.

Bjartey er ungur markmaður, fædd árið 2010 og því aðeins 13 ára og spilar með 4.flokki Fram. Hún fékk Eiríksbikarinn síðastliðið haust sem fyrirmyndar iðkandi innan félagsins og hefur staðið sig virkilega vel fyrir félagið innan og utan vallar. Hún fékk sínar fyrstu mínútur í meistaraflokki í dag og spilaði allan leikinn gegn mjög sterku Víkingsliði. Frammistaðan var í stuttu máli frábær og var henni ákaft fagnað af liðsfélögum eftir leik.

Viktoria Rut er tiltölulega nýlega gengin til liðs við Fram frá uppeldisfélagi sínu Fylki. Hún er fædd árið 2008 og því á eldra ári 3.flokks. Viktoria fékk sínar fyrstu mínútur í vinstri bakvarðastöðunni gegn Fjölni um daginn og stóð sig virkilega vel. Hún kom aftur inn á í dag gegn Víkingum og var óaðfinnanleg í vörninni á lokamínútum leiksins. Frábær frammistaða hjá henni og æðislegt að sjá hana koma inn í félagið með svona látum.
Við óskum þeim báðum innilega til hamingju með þennan áfanga og hlökkum til að fylgjast með þeim vaxa og dafna áfram.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!